spot_img
HomeFréttirLokasprettur Keflvíkinga dugði

Lokasprettur Keflvíkinga dugði

 Keflvíkingar og Grindvíkingar mættust í kvöld í TM höll þeirra Keflvíkinga eftir æsispennandi og jafnan leik þá tók það Keflvíkinga um 3 mínútur á loka kaflanum og byggja traustan grunn á sigri sínum í kvöld.  96:84 varð loka niðurstaðan eftir að Keflavík hafði aðeins leitt með 1 stigi í hálfleik. 
 Búist var við nokkuð hörðum leik eins og venjan er þegar þessi lið mætast.  Nokkarar óíþróttamannslegar villur litu dagsins ljós og það svona einnig eftir kokabókunum.  Magnús Þór Gunnarsson var þarna að spila sinn fyrsta leik á sínum gamla heimavelli og nokkur eftirvænting eftir því. Magnús tók góða rispu í seinni hálfleik og endaði leik með 12 stig og aðeins rétt rúmlega 20 prósent nýtingu utan þriggjastigalínunar.  Hann var í strangri gæslu hins síunga Gunnar Einarssonar og eins og Gunnari er líkt þá fékk Magnús lítið “gefins” og í raun þvert á móti. 
 
En leikurinn var skemmtilegur í heild sinni. Keflvíkingar höfðu undirtökin megnið af honum en þó aldrei þannig að þeir hefðu getað talist vera sigla sigrinum á lignum sjó. Grindvíkingar voru nefninlega hressilega grimmir í sínum aðgerðum og náðu að komast yfir í stöðunni 52:55 um miðbik þriðja leikhluta.  En í fjórða leikhluta fóru hlutirnir að gerast hjá Keflvíkingum. Valur Orri Valsson dró vagnin á þeim tímapunkti í leiknum á meðan Magnús Þór tók einmitt sína rispu fyrir Grindvíkinga.  En á síðustu 5 mínútum leiksins skoruðu Keflavík 13 stig þar sem Grindvíkingar náðu aðeins að svara með 1 stigi og þar með var sigurinn svo gott sem komin.  Skelfilegt skotval Grindvíkinga á loka kaflanum var þeim afar dýr á meðan Keflvíkingar léku við hvurn sinn fingur. Valur Orri og Þröstur settu niður sitthvorn þristinn á lokasprettinum sem gerði útslagið. 
 
Af leikmönnum þá var Gunnar Einarsson að leika vel þetta kvöldið. Gamli setti niður 14 stig og virðist hægt og bítandi vera að ná fyrra sjálfstrausti í sínum leik. Forystu sauður þeirra Keflvíkinga í stigaskorun var sem fyrr Will Graves með 17 stig en hann hefur oft leikið betur.  Hjá Grindvíkingum var það Rodney Alexander sem setti niður 17 stig og það voru svo Oddur Rúnar Kristjánsson og Ólafur Ólafsson sem settu  hvor 16 stigin. 
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -