Þrír leikir fara fram í sænsku úrvalsdeildinn í kvöld. Í Solnahallen mætast Ísafjörður og Grafarvogur þegar Sigurður Gunnar Þorsteinsson og félagar í Solna taka á móti Hauki Helga Pálssyni og LF Basket. Fyrir leik kvöldsins hafa bæði Solna og LF 12 stig í deildinni en LF á tvo leiki til góða á Solna.
Haukur er spenntur fyrir kvöldinu en þetta verður í fyrsta sinn sem hann verður ekki í landsliðsbúning í Solnahallen en þar fer jafnan fram Norðurlandamót U16 og U18 ára landsliðanna:
Solnahöllin í kvöld á móti @SiggiGunnar fyrsta skipti sem maður spilar þar, ekki fyrir hönd Íslands! #NM #missthosedays
— Haukur Helgi Palsson (@haukurpalsson) December 5, 2014
Sundsvall Drekarnir verða einnig á ferðinni í kvöld því Boras er vætnanlegt í heimsókn. Sigur í kvöld hjálpar Drekunum heilmikið sem eru í 5. sæti með 18 stig en Boras í 3. sæti með 20 stig. Það er því von á að landsliðsmennirnir okkar verði í hörku leikjum í henni Svíþjóð í kvöld.
Staðan í sænsku úrvalsdeildinni
Grundserien
| Nr | Lag | V/F | Poäng |
|---|---|---|---|
| 1. | Norrköping Dolphins | 10/4 | 20 |
| 2. | Uppsala Basket | 10/3 | 20 |
| 3. | Borås Basket | 10/2 | 20 |
| 4. | Södertälje Kings | 9/3 | 18 |
| 5. | Sundsvall Dragons | 9/4 | 18 |
| 6. | LF Basket | 6/5 | 12 |
| 7. | Solna Vikings | 6/7 | 12 |
| 8. | Umeå BSKT | 4/10 | 8 |
| 9. | KFUM Nässjö | 3/10 | 6 |
| 10. | Jämtland Basket | 2/13 | 4 |
| 11. | ecoÖrebro | 2/10 | 4 |



