Jónas Pétur Ólason mun taka við stjórn meistaraflokks Breiðabliks af Borce Ilievski sem var látinn stíga til hliðar. Jónas var aðstoðarmaður Borce en er nú kominn í skipstjórasætið og mun stýra Blikum til loka leiktíðar.
Blikar eru í 5. sæti 1. deildar með 8 stig en baráttan um toppinn er æði hörð þetta tímabilið þar sem FSu, Hamar og Höttur eru á toppnum með 12 stig, Valur í 4. sæti með 10 stig og Blikar í 5. sæti með 8 stig.
Mynd/ JBÓ – Jónas aftan við Borce er þeir stýrðu Blikum saman í leik gegn FSu fyrr á þessu tímabili.



