spot_img
HomeFréttirJónas tekur við Blikum

Jónas tekur við Blikum

Jónas Pétur Ólason mun taka við stjórn meistaraflokks Breiðabliks af Borce Ilievski sem var látinn stíga til hliðar. Jónas var aðstoðarmaður Borce en er nú kominn í skipstjórasætið og mun stýra Blikum til loka leiktíðar.
 
 
Blikar eru í 5. sæti 1. deildar með 8 stig en baráttan um toppinn er æði hörð þetta tímabilið þar sem FSu, Hamar og Höttur eru á toppnum með 12 stig, Valur í 4. sæti með 10 stig og Blikar í 5. sæti með 8 stig.
  
Mynd/ JBÓ – Jónas aftan við Borce er þeir stýrðu Blikum saman í leik gegn FSu fyrr á þessu tímabili.
Fréttir
- Auglýsing -