spot_img
HomeFréttirLF með öruggan sigur í Solnahallen

LF með öruggan sigur í Solnahallen

Þrír leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Haukur Helgi Pálsson og liðsfélagar í LF Basket unnu stórsigur í Solnahallen og Sundsvall Dragons hafði betur í spennuslag gegn Boras Basket. Sigurinn var sá áttundi í röð hjá Sundsvall sem er langheitasta lið deildarinnar þessi dægrin en næsta lið á eftir þeim hefur aðeins unnið tvo leiki í röð. 
 
 
Solna Vikings 84-101 LF Basket
Haukur Helgi gerði 17 stig, tók 5 fráköst og gaf 3 stoðsendingar í liði LF en stigahæstur gestanna var Alex Wesby með 19 stig. Sigurður Gunnar Þorsteinsson gerði 6 stig, tók 2 fráköst og gaf 3 stoðsendingar í liði Solna.
 
Sundsvall 95-93 Boras
Jakob Örn Sigurðarson gerði 18 stig og tók 3 fráköst í liði Sundsvall. Hlynur Bæringsson bætti við 10 stigum, 8 fráköstum og 2 stoðsendingum og þá var Ægir Þór Steinarson með 9 stig, 3 fráköst og 2 stolna bolta. Miðherjinn Ragnar Nathanaelsson var ekki með Sundsvall í kvöld en hann er að glíma við smávægileg nárameiðsli og sagði í eldsnöggu samtali við Karfan.is áðan að hann vonaðist til þess að vera orðinn heill heilsu næsta mánudag.
 
Staðan í sænsku deildinni
Grundserien
Nr Lag M V F P PG/MP PPM/MPPM Hemma V/F Borta V/F Hemma PPM/MPPM Borta PPM/MPPM Senaste 5 Senaste 10 I rad Hemma +/- i rad Borta +/- i rad JM
1. NOR 14 10 4 20 1197/1121 85.5/80.1 6/1 4/3 85.6/76.4 85.4/83.7 3/2 7/3 -1 -1 +1 3/0
2. SUN 14 10 4 20 1222/1155 87.3/82.5 5/3 5/1 86.6/87.4 88.2/76.0 5/0 8/2 +8 +5 +4 3/1
3. BOR 13 10 3 20 1178/1044 90.6/80.3 5/1 5/2 89.5/77.2 91.6/83.0 4/1 7/3 -1 +2 -1 2/1
Fréttir
- Auglýsing -