Þór Þorlákshöfn og Fjölnir áttust við á dögunum í Domino´s deild karla. Umfjöllun um leikinn má finna á heimasíðu Þórsara, thorkarfa.com, en þar kemst greinarhöfundur skemmtilega að orði um afar sársaukafullt atvik:
Því má bæta við að um miðbik fjórða leikhluta tóku stúlkur í stúkunni andköf þegar að kvennaljómi Þorlákshafnar, Þorsteinn Már Ragnarsson, fékk högg í það allra heilagasta. Þær önduðu þó léttar eftir að Þorsteinn fullvissaði þær um að allt væri í lagi, vænn drengur hann Þorsteinn.



