Síðustu þremur leikjum dagsins í 16-liða úrslitum Poweradebikarkeppni kvenna var að ljúka þar sem Grindavík, Breiðablik og KR tryggðu sér farseðilinn inn í 8-liða úrslit.
Úrslit í 16-liða úrslitum Poweradebikars kvenna
Hamar 74-88 Grindavík
Þór Akureyri 51-62 Breiðablik
Tindastóll 46-87 KR
Liðin sem komin eru í 8-liða úrslit í Poweradebikar kvenna:
Haukar
Keflavík
Njarðvík
Grindavík
Breiðablik
KR
Þá er aðeins tveimur leikjum ólokið í 16-liða úrslitum en það er viðureign Snæfells og Fjölnis á morgun og svo eigast við Valur og FSu/Hrunamenn þann 12. desember næstkomandi.



