spot_img
HomeFréttirSeigla á suðurnesjum

Seigla á suðurnesjum

Í gærkvöld mættust Keflavík og Þór í bikarnum í TM-Höllinni. Gestirnir fóru betur af stað, komust í 9-22 þegar 1. Leikhluti var hálfnaður, voru að setja niður þrista og þurftu lítið að hafa fyrir hlutunum. Sigurður tók þá leikhlé og komu Keflvíkingar ákveðnari til leiks, hertu tökin í vörninni og minnkuðu muninn. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 21-22.
 
 
Bæði lið spiluðu fantagóða vörn í 2. leikhluta, minna varð um auðveldar körfur auk þess sem dómarar leiksins fengu að spreyta sig meira á flautunni. Þegar leikhlutinn var um það bil hálfnaður setti fyrrum Þórsarinn, og villukóngurinn Guðmundur Jónsson niður glæstan þrist sem kveikti í hans mönnum. Sanford svaraði skömmu síðar með suddalegri troðslu sem fíraði upp í gestunum svo um munaði. Staðan í hálfleik var 44-42 og allt í járnum.
 
Seinni hálfleikurinn fór af stað með látum og vitust bæði lið hafa lagt upp með að þétta vörnina, flautan fékk þó aðeins að hljóma og Emil Karel fékk sína 4 villu eftir um þriggja mínútna leik. Keflvíkingar voru með Tómas í algjörri gjörgæslu, sem hafði þegar 3. leikhluti var hálfnaður, ekki skorað stig! Staðan í lok 3. leikhluta var 63-63 og áhorfendur skemmtu sér vel þó að stúkan væri ekki þéttsetin.
 
Oddur og Emil Karel voru báðir komnir með 5 villur í liði Þórs þegar um 7 mínútur voru eftir og ljóst að ekki yrði mikið um skiptingar hjá Benna í lokabaráttunni, hinum megin var Davíð komin með 4 villur en aðrir í góðum málum. Heimamenn áttu fínan kafla og komust í 83-69 þegar um 4 mín voru eftir, og allt sem benti til þess að þeir bæru sigur úr býtum. Þegar 3. mín voru eftir fékk Sanford sína 5 villu hjá Þór og svo fór að Keflaví sigruðu 89-78 og eru komnir í 8-liða úrslit Poweradebikarsins.
 
 
Rúnar Gunnarsson
  
Fréttir
- Auglýsing -