spot_img
HomeFréttirHildur Björg með 8 stig í tapleik UTPA í gær

Hildur Björg með 8 stig í tapleik UTPA í gær

Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 8 stig og tók 4 fráköst í tapleik UTPA gegn Texas A&M í gær. 
 
Broncs töpuðu 14 boltum í leiknum í gær á móti 18 hjá A&M en Broncs tókst ekki að nýta sér þá eins vel og A&M sem skoraði 17 stig eftir þessa 14 töpuðu hjá Broncs. Broncs skoruðu 10.
 
Broncs skoruðu 18 stig í teignum og þar munar mest um Hildi. 
 
Broncs hafa nú unnið 6 leiki og tapað 5 í vetur. Hildur hefur verið að spila vel fyrir Texas háskólann; með 6,2 stig í leik og 4,1 frákast. Hildur er að skjóta 13/32 í þriggja stiga skotum í vetur sem er hvorki meira né minna en 41% nýting. Ekki dapurt að vera með miðherja sem skýtur rúmlega 1 þrist í leik og nýtir yfir 40% skota sinna þaðan. 13 þristar hennar í vetur eru næsthæst allra í liðinu í vetur.
 
Fréttir
- Auglýsing -