Torfi Magnússon þreytti maraþonvakt gærkvöldsins þegar hann mætti með myndavélina á tvíhöfðann í Vodafonehöllinni.
Í fyrri viðureigninni mátti Valur sætta sig við 84-95 ósigur gegn FSu í 1. deild karla þar sem Collin Pryor gerði 28 stig og tók 13 fráköst fyrir FSu en Benedikt Blöndal var atkvæðamestur hjá Val með 17 stig og 5 fráköst.
Í seinni leiknum áttu Valskonur ekki í vandræðum með FSu/Hrunamenn í lokaleik 16-liða úrslita Poweradebikarsins, lokatölur þar voru 76-41 fyrir Val sem mætir Snæfell á útivelli í 8-liða úrslitum.



