spot_img
HomeFréttirCoker féll geg Mars Hill um helgina

Coker féll geg Mars Hill um helgina

Heiðrún Kristmundsdóttir og félagar í Coker skólanum máttu sætta sig við ósigur gegn Mars Hill í háskólaboltanum um helgina. Lokatölur voru 70-56 Mars Hill í vil. Heiðrún lék í sex mínútur hjá Coker og var með eitt varið skot en náði ekki að skora á þessum tíma.
 
 
Coker skólinn hefur leikið tíu leiki á tímabilinu og aðeins unnið tvo til þessa. Heiðrún hefur aðeins leikið fimm leiki á tímabilinu með Coker en dagskráin er þétt framundan og þrír leikir hjá Coker fram að jólum, fyrst 15. desember, svo 17. desember og síðasti leikurinn er þann 20. desember gegn Pfeiffer skólanum.
 
Heiðrún sagði í snörpu spjalli við Karfan.is á dögunum að langt tímabil væri framundan og að hópurinn væri rólegur þrátt fyrir dræmt gengi undanfarið.
 
Heiðrún er á sínu lokaári með Coker en hún lék m.a. með KR í úrvalsdeild kvenna áður en hún hélt út til Bandaríkjanna í nám.
  
Fréttir
- Auglýsing -