Snæfell vann öruggan sigur á Hamri í Domino´s deild kvenna í kvöld þegar liðin áttust við í Frystikistunni í Hveragerði. Lokatölur 54-96 fyrir gestina.
Heimakonur í Hamri með smá laskað lið þessa dagana en Þórunn búin að vera að spila meidd og nú vantaði einnig Kristrúnu Rut sem var ekki nægjanlega frísk til að taka þátt og var í bingógallanum á bekknum.
Snæfell ekki at láta neina bilbug á sér finna og voru með fullmannað lið í kvöld, staðráðnar að halda sér á toppnum yfir jólin. Engu að síður byrjaði Hamar á fyrstu 2 stigunum en Snæfellskonur breyttu því í rólegheitum í 2-12. Hamarskonur eða réttara sagt Sóley og Sydnei sáum til þess að Hamar hafði sigur 18-17 í 1.leikhluta. Annan leikhlutann tóku Snæfellskonur nokkuð öruggt eftir að hafa verið undir 20-17 og skiluðu flottum hálfleikstölur 34-44. Kristen Denise var með 19 stig af þessum 44 Snæfells en hjá Hamri var Sóley (14) og og Sydnei (16) með 30 stig af 34. Hildur var komin með 7 stoðsendingar fyrir Snæfell í hálfleik.
Snæfell hélt áfram að auka forskotið í 3. og 4. leikhluta og unnu þá nokkuð örugglega og án mikillar mótspyrnu, 20-52. Skotnýting heimakvenna 26% en Snæfells konur voru með 46% nýtingu sem undirrituðum fannst frekar lágt þar sem nánast allt fór ofaní í síðari hálfleik hjá gestunum.
Kristen Denise var með 36 stig fyrir Snæfell og 15 fráköst en allar komust á blað hjá gestunum í kvöld. Hildur skilaði 12 stoðsendingum. Hjá Hamri var Sydnei Moss atkvæðamest með 22 stig/13 fráköst, Sóley með 15 stig og Salbjörg 10 stig/10 fráköst en aðrar minna.
Umfjöllun/ AT
Mynd úr safni/ Sumarliði – Kristen splæsti í tröllatvennu hjá Snæfell í kvöld með 36 stig og 15 fráköst.



