LIU Brooklyn vann áðan sinn annan leik í röð í bandaríska háskólaboltanum þegar liðið lagði NJIT háskólann 65-49. Martin Hermannsson og Elvar Már Friðriksson sameinuðust um 20 stig í leiknum.
Martin gerði 12 stig í leiknum og tók 7 fráköst en Elvar Már var með 8 stig, 5 fráköst, 5 stoðsendingar og 2 stolna bolta. Næsti leikur LIU er á ekki verri stað en Barclays Center þegar liðið mætir Florida International skólanum.



