Tomasz Kolodziejski var mættur í Smárann í gærkvöldi þar sem hörkuleikur Breiðabliks og KR fór fram í Domino´s deild kvenna. Framlengja varð leikinn þar sem KR hafði betur 72-75.
Blikar sitja nú á botni deildarinnar með 2 stig en KR er í 6. sæti með 6 stig og hefur unnið tvo síðustu leiki sína í deildinni.



