Kobe Bryant skoraði sín fyrstu stig á NBA ferlinum á vítalínunni og því var vel við hæfi að hann kæmist upp fyrir sjálfan Michael Jordan á heildarstigalistanum, einmitt á vítalínunni. Stjórnendur Minnesota Timberwolves gerðu hlé á leiknum, sem var um miðbik annars leikhluta, til þess að fagna augnablikinu með þessum stórkostlega leikmanni. Kobe fékk faðmlög og kveðjur frá leikmönnum beggja liða auk þess að fá afhentan boltann sem hann notaði til að skjóta sig upp fyrir MJ.



