spot_img
HomeFréttirDaron Sims sagt upp hjá Fjölni

Daron Sims sagt upp hjá Fjölni

“Við ákváðum að gera breytingar og ástæðan er sú að við vorum ekki að fá það framlag sem við vildum þá sérstaklega varnarlega” sagði Hjalti Vilhjálmsson þjálfari Fjölnis í samtali við Karfan.is og staðfesti að samningi við Daron Sims hafi verið sagt upp.  ”Daron og Mone Peoples eru par en Mone hefur spilað með kvennaliði okkar án samnings. Við vitum svo sem ekkert hvað hún gerir en áætla má að hún hætti í kjölfarið.” bætti Hjalti við
 
Mone spilaði í 1. deild með Fjölnisstúlkum og skoraði 27 stig á leik (miðað við það sem er skráð hjá KKÍ)
 
Daron Lee hefur leikið10 leiki fyrir Fjölni og skorað 20 stig og tekið tæplega 10 fráköst á leik. 
 
Leit af nýju “pari” er hafin hjá Hjalta og félögum í Fjölni.
Fréttir
- Auglýsing -