Sigmundur Már Herbertsson, FIBA Europe dómari, mun dæma leik í Evrópukeppni FIBA Europe, Eurochallenge í kvöld. Hann mun dæma leik Boras Basket frá Svíþjóð sem tekur á móti þýska liðinu Fraport Skyliners. Leikurinn verður í beinni útsendingu á YouTube-rás FIBA fyrir áhugasama. www.kki.is greinir frá.
Bæði lið hafa unnið þrjá af fimm leikjum sínum og eru jöfn að stigum og því má búast við hörkuleik í ljósi þess að Boras vann fyrri leikinn 72:70 og þetta er úrslitaleikur um það hvort þessara liða fer áfram í 16-liða úrslitin ásamt efsta liði riðilsins,
Þess má geta að íslandsvinurinn Adama Darboe sem lék með Grindavík hér á landi er leikmaður Boras Basket og hefur hann skorað 8.2 stig og gefið 4.8 stoðsendingar að meðaltali í leik í keppninni til þessa.
Meðdómarar Sigmundar verða Tamas Benczur frá Ungverjalandi og Rain Perrandi frá Eistlandi. Eftirlitsdómari verður Pietro Tallone frá Ítalíu.
Frétt af www.kki.is



