spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Fjörugur fimmtudagur framundan

Leikir dagsins: Fjörugur fimmtudagur framundan

Í kvöld hefst lokaumferð Domino´s deildar karla fyrir jólafrí en alls fimm leikir eru á dagskránni sem allir hefjast kl. 19:15. Íslandsmeistarar KR taka á móti botnliði Fjölnis í DHL Höllinni, Njarðvík mætir Þór, ÍR tekur á móti Stjörnunni, Tindastóll fær Skallagrím í heimsókn og í Röstinni í Grindavík mætast heimamenn og Snæfell. Umferðinni lýkur svo annað kvöld með leik Keflavíkur og Hauka.
 
 
Þá verður alvöru slagur í Iðu þegar heimamenn í FSu taka á móti Hamri í 1. deild karla en liðin eru jöfn að stigum með 14 stig í 2.-3. sæti deildarinnar.
 
Leikir kvöldsins í Domino´s deild karla, 19:15
 
Njarðvík – Þór Þorlákshöfn
ÍR – Stjarnan
Tindastóll – Skallagrímur
Grindavík – Snæfell
KR – Fjölnir
 
Leikir kvöldsins í 1. deild karla
 
FSu – Hamar
  
Staðan í Domino´s deild karla
Deildarkeppni
Nr. Lið U/T Stig
1. KR 10/0 20
2. Tindastóll 8/2 16
3. Haukar 7/3 14
4. Stjarnan 6/4 12
5. Snæfell 5/5 10
6. Þór Þ. 5/5 10
7. Keflavík 5/5 10
8. Njarðvík 5/5 10
9. Grindavík 3/7 6
10. Skallagrímur 2/8 4
11. ÍR 2/8 4
12. Fjölnir 2/8 4
 
Staðan í 1. deild karla
Deildarkeppni
Nr. Lið U/T Stig
1. Höttur 8/2 16
2. Hamar 7/2 14
3. FSu 7/2 14
4. Valur 5/4 10
5. Breiðablik 4/5 8
6. ÍA 4/4 8
7. KFÍ 2/8 4
8. Þór Ak. 0/10 0
 
Mynd/ Með sigri í kvöld fara Darri og KR-ingar 11-0 inn í jólafríið en Fjölnismenn mæta í DHL-Höllina í kvöld og freista þess að glíma við toppliðið.
Fréttir
- Auglýsing -