spot_img
HomeFréttirTrausti mættur í Fjósið

Trausti mættur í Fjósið

Borgnesingar hafa nú fengið liðsbót en Trausti Eiríksson er kominn á ný í þeirra raðir eftir veru í dönskum lýðháskóla á síðustu skólaönn. Trausti kemur til Skallanna þegar ekki er vanþörf á en þeir deila botnsætunum með ÍR og Fjölni en öll þessi þrjú lið hafa 4 stig á botni deildarinnar.
 
 
„Ég gat ekki klárað lögfræðina á Bifröst fyrr en í maí svo ég hafði nokkra mánuði til að fara í lýðháskóla í Danmörku þar sem ég var að læra m.a. íþróttanudd, að byggja upp þol, lyftingar og hinar og þessar íþróttir sem maður hafði áhuga á,“ sagði Trausti við Karfan.is svo kallinn ætti að koma sterkur inn í Domino´s deildina. Trausti reiknaði svo fastlega með því að taka sína fyrstu æfingu í kvöld með Sköllunum.
 
Mynd/ Trausti í leik með Skallagrím gegn ÍR í Hellinum á síðasta tímabili. 
Fréttir
- Auglýsing -