spot_img
HomeFréttirSt. Francis fór með burst inn í jólin

St. Francis fór með burst inn í jólin

Gunnar Ólafsson og félagar í St. Francis voru í stuði á þorláksmessu þegar þeir burstuðu Monmouth háskólann 71-46. Gunnar var í byrjunarliðinu og tók tvö fráköst á þeim 14 mínútum sem hann spilaði. Jalen Cannon og Brent Jones voru stigahæstir hjá St. Francis báðir með 16 stig.
 
 
Næsti leikur St. Francis er þann 30. desember næstkomandi gegn Columbia University sem er jafnframt síðasti leikur St. Francis á árinu en það verður ekki langt áramótahlé þar sem þeir fara aftur í gang þann 3. janúar.
  
Fréttir
- Auglýsing -