Michael Jordan tilkynnti á blaðamannafundi í síðustu viku að hann væri klár í slaginn og muni hoppa í búning með Charlotte Hornets, liðinu sem hann á sjálfur.
“After being out of the game more than ten years, and hearing so much talk about Kobe Bryant passing up my all-time point total, I’ve decided to make myself available to my team as a player. I can still shoot the rock, did y’all doubt that?”
Það efast enginn um að hann geti enn skotið boltanum og jafnvel troðið. En við skulum bara öll vona að hann hafi verið að grínast.
Nema um mjög svo öflugt auglýsingabragð er að ræða. Láta kallinn klæðast Hornets búning einu sinni til að selja upp alla miða í húsinu.
Hver veit.
Heimildin er að vísu grínfréttasíða en munið að hann hótaði alltaf að koma aftur um fimmtugt í frægðarhallarræðunni sinni og Jalen Rose heldur því fram að þetta muni gerast.



