Njarðvíkingar hafa fundið eftirmann Dustin Salisbery og mun það vera Stefan Bonneau 178 cm hár bakvörður sem spilaði með Orange County háskólanum. Bonneau spilaði síðast með liði Windsor Express í Kanadísku deildinni og vann titilinn með liði sínu þar á síðustu leiktíð. Bonneau var valin besti leikmaður úrslitakeppninar þar með 22 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar á leik.
Bonneau var væntanlegur til landsins á morgun og mun hefja leik með Njarðvík þann 8. janúar nk. þegar þeir taka á móti meisturum KR í Ljónagryfjunni.



