Kristinn Pálsson og félagar hans í Stella Azzura spiluðu um helgina í Euroleague NGT li´kt og við sögðum frá í gær. Í dag spiluðu þeir svo úrslitaleik í mótinu við unglingalið Unicaja Malaga og skemmst frá því að segja þá sigruðu Stella Azzura með 15 stigum, 65:50. Það var strax í fyrsta fjórðung sem að Stella lögðu grunn sinn að sigrinum þegar þeir skoruðu 25 stig gegn aðeins 7 stigum gestanna. Kristinn byrjaði leikinn af krafti og endaði leik með 8 stig, 6 fráköst og 3 stolna bolta.
Stella Azzura hafa þar með tryggt sér sæti í Final Four í Euroleague NGT sem fram mun fara í Madrid á nýju ári. Sem fyrirliði liðsins tók Kristinn svo við sigurlaununum eins og myndin sýnir og gleðin er ósvikin.
Mynd: StellaAzzura



