Devon Usher mun koma til með að fylla það skarð sem Will Graves skildi eftir þegar hann var seldur til Ísreal frá Keflvíkingum nú korter fyrir Jól. Devon þessi er 2 metra hár bakvörður/framherji og er örfhentur. Leikmaðurinn flinkur með boltann og ágætis skotmaður ekki ólík týpa og Nick Bradford af því myndbandi að dæma sem er hér að neðan.
“Já ef það ætti að líkja honum við einhvern þá væri það kannski Nick Bradford. Langur, mjór og örvhentur strákur sem er ferskur úr skóla. Þetta er svona alhliða leikmaður sem vonandi ætti að hjálpa okkur í komandi baráttu.” sagði Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflvíkinga í snörpu viðtali.
Davon kláraði Delaware háskólan nú síðasta vor og hans fyrsta “gigg” var á Ítalíu með liði Roseto Sharks í þriðju deild þar. Hann kom þaðan fyrir um 2 mánuðum eftir að liðið þar hafði verið í vandræðum með launagreiðslur.



