spot_img
HomeFréttirHallgrímur tekur við af Ara í Frystikistunni

Hallgrímur tekur við af Ara í Frystikistunni

Stjórn körfuknattleiksdeildar Hamars hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við Ara Gunnarsson þjálfara meistaraflokks karla. Þetta kemur fram á hamarsport.is
 
 
Á heimasíðu Hvergerðinga segir einnig:
 
Stjórn körfuknattleiksdeildar Hamars hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við Ara Gunnarsson þjálfara meistaraflokks karla. Körfuknattleiksdeild Hamars vill þakka Ara fyrir samstarfið og óska honum velfarnaðar á nýju ári. Hallgrímur Brynjólfsson mun taka við liðinu út tímabilið ásamt því að stýra kvenna liði félagsins og mun Oddur Benediktsson verða honum til aðstoðar.
 
Fyrsti leikur Hallgríms með Hamar verður þann 9. janúar næstkomandi þegar Hvergerðingar fá Hött í heimsókn í toppslag deildarinnar.
 
Staðan í 1. deild karla
Deildarkeppni
Nr. Lið U/T Stig
1. Höttur 9/2 18
2. FSu 8/2 16
3. Hamar 7/3 14
4. Valur 5/5 10
5. Breiðablik 4/5 8
6. ÍA 4/4 8
7. KFÍ 2/8 4
8. Þór Ak. 0/10 0
  
Fréttir
- Auglýsing -