Skotfélagið stóð uppi sem sigurvegari í opnum flokki á jólamóti Molduxa sem fram fór laugardaginn 27. desember sl. Gerðu þeir sér lítið fyrir og unnu alla sína leiki. Alls tóku 20 lið þátt, 17 í opnum flokki, 2 í +35 og 1 í kvennaflokki. Leikið var í fjórum 5 liða riðlum þar sem flokkar +35, kvenna auk tveggja úr opna flokknum léku saman í D-riðli.
Alls tóku 176 manns þátt í mótinu á öllum aldursstigum, sá yngsti 12 ára en sá elsti 59 ára. Meistaraflokkur Tindastóls í körfunni sá um dómgæslu og krakkar úr yngri flokkum sáu um ritaraborðin. Öll innkoma mótsins alls kr. 300.000,- rennur óskert til körfuboltadeildar Tindastóls.
Molduxar þakka öllum fyrir skemmtilegt mót.
Myndir frá mótinu á vefsvæði Molduxa og á Facebook síðu þeirra.
Frétt: Molduxar.is
Mynd: Skotfélagið sigraði Jólamót Molduxanna (Molduxar.is)



