spot_img
HomeFréttirMagnús Þór til liðs við Skallagrím

Magnús Þór til liðs við Skallagrím

Magnús Þór Gunnarsson hefur samið við Skallagrím og mun leika með Borgnesingum út þetta tímabil. Magnús sagði skilið við Grindvíkinga á dögunum og í dag bárust fregnir af honum á æfingu í Borgarnesi í gærkvöldi. Blek er nú komið á blað og Magnús löglegur með Borgnesingum gegn Keflavík annað kvöld.
 
Finnur Jónsson nýráðinn þjálfari Borgnesinga var ánægður með nýjasta liðsmanninn þegar Karfan.is heyrði í honum í kvöld. „Já ég er virkilega sáttur, þarna er hafsjór af reynslu sem eykur gæðin mikið í okkar hóp,“ sagði Finnur um Magnús.
 
Skallagrímur er eitt af þremur botnliðum deildarinnar með fjögur stig eins og ÍR og Fjölnir en innbyrðis stendur Skallagrímur best í samanburði þessara þriggja liða og er því í 10. sætinu.
 
Mynd/ Magnús Þór í leik með Grindavík gegn Keflavík fyrr á tímabilinu. Magnús er því í annað sinn þessa vertíðina á leið í TM-Höllina.
  
Fréttir
- Auglýsing -