spot_img
HomeFréttirMet sem seint verður slegið

Met sem seint verður slegið

 Það var árið 1975 sem að Mike Krzyzewski þá 28 ára gamall  vann sinn fyrsta leik sem þjálfari hjá Army liðinu í háskólaboltanum.  40 árum seinna stóð Coach K, eins og hann er jafnan kallaður í þeim sporum að sigra sinn 1000. leik í háskólaboltanum. Og hvar annarstaðar betra að gera það en í Madison Square Garden, vöggu körfuknattleiksins.  Ekki blés byrlega fyrir lið hans Duke gegn heimamönnum í St Johns þar sem þeir voru undir 43:39 í hálfleik.  En frábær endurkoma í seinni hálfleik tryggði þeim að lokum sigur, 77:68. 
 
 
Madison Square Garden hefur verið Coack K nokkuð gæfur því þar sló hann einnig met Bob Knight í Nóvember 2011 þegar hann náði sínum 903. sigri og þar með flesta sigra í háskólaboltanum frá upphafi. 
 
 Carmelo Anthony, Chris Mullin og Phil Jackson voru meðal áhorfenda á þessum tímamótaleik hjá kappanum. “Að vinna þúsundasta leikinn hér í þesari höll, þú þarft að vera afar heppinn náungi til þess.” sagði Coach K eftir leikinn. 
 
Krzyzewski hefur nú á 35 ára ferli sínum sem aðal þjálfari Duke unnið 927 leiki og tapað “aðeins” 249.  Fjórir NCAA titlar og 11 ferðir í Final Four hefur kappinn einnig undir beltinu, tölur sem við líkast til sjáum aldrei aftur. 
Fréttir
- Auglýsing -