spot_img
HomeFréttirVærlöse með góðan sigur á Næstved

Værlöse með góðan sigur á Næstved

Værlöse vann nauman 74-71 sigur á Team Fog Næstved í dönsku úrvalsdeildinni síðastliðinn föstudag. Axel Kárason gerði tvö stig í leiknum, tók 6 fráköst og stal tveimur boltum í liði Værlöse.
 
 
Værlöse er sem fyrr í 8. sæti deildarinnar en hafa þar 12 stig á meðan Randers eru í 7. sæti með 16 stig en Værlöse hefur hægt og bítandi verið að brúa bilið millum liðanna en skammt á eftir Værlöse kemur Hoersholm með 10 stig.
 
Næsti leikur Værlöse í dönsku úrvalsdeildinni er þann 4. febrúar næstkomandi þegar liðið mætir Horsens IC á útivelli og þar verður við ramman reip að draga enda Horsens í 2. sæti dönsku deildarinnar með 30 stig.
  
Fréttir
- Auglýsing -