Nú er hálfleikur í undanúrslitaviðureign Skallagríms og Stjörnunnar í Poweradebikarkeppni karla og er staðan 44-49 Stjörnumenn í vil. Justin Shouse hefur verið beittastur í liði gestanna en hjá heimamönnum í Borgarnesi hafa þeir Sigtryggur og Tracy verið að draga vagninn.
Stjörnumenn leiddu 20-25 eftir fyrsta leikhluta en annar leikhluti var jafn, 24-24 og von á hörkuspennandi síðari hálfleik enda í boði farseðillinn í Laugardalshöll á sjálf bikarúrslitin!
Mynd/ [email protected] – Justin Shouse sækir að vörn Borgnesinga í Fjósinu í kvöld.



