Furman Paladins léku gegn Samford háskólanum í gærkvöldi og lauk þeim leik með sigri Samford 58-68. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfeik en staðan var 29-29 eftir fyrstu 20 mínúturnar. Frábær varnarleikur Samford gerði hins vegar út um leikinn í seinni hálfleik þar sem Furman tapaði boltanum 17 sinnum og skaut 1/14 í þriggja stiga skotum í seinni hálfleik.
Kristófer Acox skoraði ekki stig en tók 5 fráköst á 22 mínútum í leiknum.



