spot_img
HomeFréttirSooners vinna montréttinn í Oklahoma

Sooners vinna montréttinn í Oklahoma

OU Sooners sigruðu Oklahoma State í gærkvöld í annað skiptið á árinu og hafa því sópað Bedlam-seríu ársins eins og kallað er, en það er heiti þeirra vesta hafs yfir baráttu OU og OSU um montréttinn í Oklahoma fylki. Þetta eru tveir stærstu skólarnir í þessu fylki og spila báðir í 1. deild í háskólaboltanum.
 
Sooners áttu erfitt uppdráttar í byrjun, voru flatir og duttu 7 stigum undir fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik rifu þeir upp vörnina og fóru að keyra á OSU en OU skoraði 11 stig af hraðaupphlaupum. Sooners náðu svo að innsigla 64-56 sigur á erkifjendum sínum og sigra þá því í báðum leikjum þeirra í vetur. Sá fyrri fór fram 17. janúar og þá sigruðu OU með 17 stiga mun, 82-65.
 
Woodard Jordan skoraði 17 stig fyrir Sooners en Phil Forte leiddi OSU með 15 stig. Frank Aron Booker skoraði 3 stig og hitti 1/4 í þristum.
 
 
Frétt NewsOK um leikinn:
 
Fréttir
- Auglýsing -