spot_img
HomeFréttirUndanúrslitunum lýkur í kvöld!

Undanúrslitunum lýkur í kvöld!

Tveir undanúrslitaleikir fara fram í Poweradebikarkeppninni í kvöld. Í karlaflokki mætast KR og Tindastóll í DHL-Höllinni í Vesturbænum og það lið sem hefur sigur úr býtum mætir Stjörnunni í úrslitum í Laugardalshöll þann 21. febrúar næstkomandi. Þá eigast við Grindavík og Njarðvík í undanúrslitum kvenna í Röstinni og það lið sem vinnur mætir Keflavík í Höllinni. Báðir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15.
 
 
Viðureign KR og Tindstóls verður í beinni útsendingu hjá RÚV íþróttir en viðureign Grindavíkur og Njarðvíkur verður í beinni á Sport TV.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -