Nikitta Gartrell erlendur leikmaður kvennaliðs UMFN mun ekki koma til með að leika meira með liðinu á næstunni. Stúlkan er með barni og ógleði sem fylgir óléttunni hefur orðið til þess að hún treystir sér ekki til að spila. Frekari þáttaka hennar með liði UMFN á yfirstandandi tímabili er einnig óljóst og ljóst að hún mun ekki spila með Njarðvík í kvöld í undanúrslitum bikarsins gegn Grindavík. Njarðvíkingar hafa veitt henni leyfi til að halda til síns heima í vikunni og hvort hún komi til leiks áður en tímabilinu líkur er óvíst.
“Ef hún treystir sér til að spila úrslitakeppnina mun stjórn kkd UMFN að sjálfsögðu fá hana til leiks enda mikið í húfi þar sem bariðst verður um sæti í deild hinna bestu að ári.” sagði Gunnar Örlygsson formaður UMFN í spjalli við Karfan.is




