spot_img
HomeFréttirMyndavélar í treyjum dómara

Myndavélar í treyjum dómara

 Körfuboltinn hefur verið duglegur að taka upp tækni nýjungar og hefur í raun verið framar flestum íþróttum og fyrstir með þær nýjungar sem til verða.  Oftast nær er það NBA deildin sem tekur tæknina í íþróttum á annað plan, en að þessu sinni eru það Euroleague menn sem hefur tekið upp nýjustu tæknina og komið fyrir myndavélum í treyjum dómara. Í stórleik Real Madrid og Barcelona í kvöld voru dómarar leiksins allir í treyjum með sérstakri myndavél framan á sér þannig að hægt var að taka upp allan leikinn.  Þessa myndavélar höfðu verið prófaðar af liðsmönnum Barcelona og settar í æfingatreyjur þeirra. Hægt er að skoða það myndband hér að neðan.  Framtíðin er svo að setja álíka myndavélar á treyjur leikmanna.
 
Einnig má sjá neðar úr leik Real og Barca í kvöld þar sem dómarar leiksins voru með myndavélarnar framan á sér og þetta gæti sett nýja vídd í sjónvarps útsendingar. En þá vakna líka spurningar eins og hvort dómarar gætu dæmt eftir þessum myndavélum? Verður þetta sett að lokum í regluverkið? Hvaða áhrif mun þetta hafa á leikmenn sem láta oft skapið hlaupa með sig í gönur?  
 
 
 
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -