Ein skærasta stjarna NBA deildarinnar á þessu leiktímabili, Anthony Davis skein enn skærar í gærkvöldi þegar hann skaut Oklahoma Thunder í kaf á lokasekúndum leiks Thunder gegn Pelicans. Þriggja stiga karfa sem vann leikinn fyrir Pelicans 116-113.
Rétt áður hafði Russell Westbrook jafnað leikinn með þremur vítaskotum eftir klaufalega villu Pelicans. Stórkostleg tilþrif og gott ef ekki skot leiktíðarinnar.



