Íslandsmeistarar Snæfells tóku á móti funheitum Grindavíkurkonum í Domino´s deild kvenna í dag. Óhætt er að segja að Hólmarar hafi snöggkælt gesti sína úr Röstinni sem fyrir leik dagsins höfðu unnið sex deildarleiki í röð. Lokatölur í Hólminum 101-76 Snæfell í vil.
Kristen Denise McCarthy fór mikinn í liði Snæfells með 42 stig, 13 fráköst og 5 stoðsendingar. Stalla hennar Kristina King var aðeins stoðsendingu frá þrennunni í liði Grindavíkur með 20 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar.
Nánar um leikinn síðar…
Mynd úr safni/ Sumarliði Ásgeirsson



