spot_img
HomeFréttirHannes: Verður mikil körfuboltahátíð

Hannes: Verður mikil körfuboltahátíð

„Undanfarin ár hafa bikarúrslit yngri flokka verið haldin með góðri og flottri umgjörð félagnna okkar en einnig hefur það verið í umræðunni að gaman væri að hafa eina „stóra“ bikarhelgi allra flokka. Það var því ákveðið af stjórn og mótanefnd síðastilið vor að taka skrefið á þessu tímabili og halda eina stóra bikarhátið í Laugardalshöllinn og var þetta kynnt fyrst  á dagatalsfundi í maí með aðildarfélögum KKÍ. Þessi ákvöðrun fékk má segja strax góð og jákvæð viðbrögð frá öllum í hreyfingunni sem er einnig gott veganesti fyrir þessa stóru helgi,“ sagði Hannes S. Jónsson formaður KKÍ í samtali við Karfan.is í dag en það stefnir í risavaxna helgi í Laugardalshöll dagana 20.-22. febrúar næstkomandi.
 
 
„Með þessu fyrirkomulagi fá yngri flokkar okkar sömu umgjörð og meistaraflokkarnir sem er mjög ánægjulegt. Mig og okkur öllum í kringum KKÍ hlökkum mikið til bikarúrslitanna því þetta verður mikil körfuboltahátið og Laugardalurinn verður þétt setinn körfuboltaáhugamönnum alla þessa helgi því bikarúrslit yngri flokkanna okkar hafa alltaf verið vel sótt og við teljum að með fyrirkomulagi sem þessu núna þá verður enn betri mæting og gleði. Svo stefnir í toppmætinu á bikarúrslitaleiki meistaraflokkanna því miðasala hefur farið vel af stað en hún hófst núna bara í lok vikunnar,“ sagði Hannes sem segir einnig að allt verði gert af hálfu KKÍ og félaganna til að gera þessa stóru helgi sem skemmtilegasta fyrir alla.
 
„Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga varðandi framkvæmd svona stórs og skemmtilegs viðburðar og því var skipuð sérstök framkvæmdanefnd af hálfu stjórnar KKÍ sem mun stýra öllu því sem þarf að gera fyrir og um þessa helgi  og það má ekki gleyma því að það væri ekki hægt að halda svona viðburð nema með góðri hjálp fjölda sjálfboðaliða. Það er verið að leggja lokahönd á alla skipulagningu þessa dagana og ef einhver sem les þetta hefur áhuga á því að koma og aðstoða þá hvetjum við viðkomandi til að hafa samband við skrifstofu KKÍ t.d með því að senda tölvupóst á[email protected]
 
Það voru hugmyndir að hafa t.d. fræðslunámskeið eða aðra viðburði þessa helgi í Laugardalnum en þar sem við viljum að Poweradebikarhelgin fái að njóta sín sem best þá var ákveðið að áherslan yrði eingöngu á bikarinn í fyrsta sinn sem við höfum alla flokkanna saman, mögulega verður svo í framtíðinni bætt við fleiri viðburðum í Dalnum þessa helgi.
 
Ég veit að ég get lofað að framundan er skemmtileg og fjörug  körfuboltahátið þessa Poweradebikarúrslithelgi og ég vonast til að sjá sem flest körfubolta-og íþróttaáhugafólk í Laugardalshöll 20.22.febrúar.“
  
Fréttir
- Auglýsing -