Birna Valgarðsdóttir leikmaður Keflavíkur í Domino´s deild kvenna hefur verið úrskurðuð í eins leiks bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ vegna háttsemi sinnar í leik Vals og Keflavíkur um síðustu helgi.
Bannið tekur gildi á morgun, fimmtudag, og Birna verður því í banni laugardaginn 14. febrúar næstkomandi þegar Keflavík tekur á móti Hamri.



