spot_img
HomeFréttirMartin með úrslitastigin gegn Robert Morris University

Martin með úrslitastigin gegn Robert Morris University

 ST Francis háskólinn með Gunnar Ólafsson innanborðs halda áfram stórkostlegu gengi sínu í NEC riðlinum og í nótt áttu þeir ekki í töluverðum vandræðum með lið Wagner í nótt og sigruðu nokkuð vandræðalaust, 83:66 á heimavelli sínum.  Jalen Cannon leiddi lið St Francis sem fyrr með 26 stig. Gunnar Ólafsson fékk ekki að spreyta sig í þessum leik. 
 LIU Brooklyn með þá Elvar Már og Martin innanborðs sigruðu lið Robert Morris í gær með minnsta mun, 63:62 í hörkuleik á heimavelli þeirra RMU.  Það var Martin Hermannsson sem endaði leik með 12 stig í leiknum sem setti niður tvö vítaskot á loka sprettinum sem svo innsigluðu sigur LIU gegn Robert Morris háskólanum.  Þessi úrslita víti komu hinsvegar þegar 1:19 sekúndur voru til loka leiks.  Þetta leit alls ekki vel út hjá LIU framan af en þeir voru undir með 10 stigum í hálfleik 40:30. 
 
 
Kristófer Acox var stigahæstur Furman skólans sem tapaði illa fyrir herskólanum í Virginíu (VMI)  59:93.  VMI settu niður 24 þriggjastiga körfur í leiknum og Brian Brown leikmaður þeirra jafnaði met þegar hann setti niður 9 stykki.   Okkar maður Kristófer setti 14 stig í leiknum sem dugðu skammt. 
 
 
 
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -