spot_img
HomeFréttirKaraktersigur Skallagríms gegn Þór

Karaktersigur Skallagríms gegn Þór

Enn einn spennuleikurinn fór fram í Fjósinu í Borgarnesi í gær þegar lið Þórs frá Þorlákshöfn mætti í heimsókn. Heimamenn mættu tilbúnir til leiks og byrjuðu leikinn af krafti. Eftir um sex mínútna leik var forskot þeirra komið í tíu stig 15:5 og bjartsýnustu menn hússins jafnvel farnir að gæla við að auðvelt kvöld væri í vændum. Þórsarar klóruðu hins vegar eilítið í bakkann en þó án þess að saxa muninn niður. Forskot Skallagrímsmanna var að endingu níu stig 29:20 í lok leikhlutans. Sigtryggur Arnar Björnsson fór mikinn í leikhlutanum og skoraði 11 stig. 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -