Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 17 stig í sigri MBC Úlfanna á Ratiopharm Ulm í gær. Sigurinn var nokkuð öruggur eða 21 stig, 63-84. Hörður skaut afburðarvel í leiknum eða 6/9, þar af 1/3 í þristum. Hörður tók ekki langan tíma í þetta heldur því hann spilaði aðeins 23 mínútur í leiknum.
Úlfarnir hafa nú sigrað tvo leiki í röð og eru nú vonandi komnir aftur á réttan kjöl eftir töluverða lægð undanfarið. MBC er nú í 12. sæti deildarinnar með 9 sigra og 12 töp.
Næsti leikur Úlfanna er á laugardaginn nk. gegn Crailsheim Merlins sem liggja á botni deildarinnar með aðeins 3 sigra.



