spot_img
HomeFréttirHildur og UTPA með besta árangur í sögu skólans

Hildur og UTPA með besta árangur í sögu skólans

Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 5 stig í eins stigs sigri Broncs á New Jersey Institude of Technology, 53-54. Hún bætti einnig við 4 stoðsendingum og 3 fráköstum. Broncs eru nú 15-11 í vetur sem er besti árangur skólans í kvennaboltanum frá upphafi.
 
Margrét Hálfdanardóttir spilaði aðeins 5 mínútur í naumu tapi Golden Griffins í framlengdum leik gegn Quinnipiac skólanum á sunnudaginn. Hún skoraði ekki neitt en stal þó einum bolta.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -