spot_img
HomeFréttirMartin NEC nýliði vikunnar í annað skiptið í vetur

Martin NEC nýliði vikunnar í annað skiptið í vetur

Martin Hermannsson var valinn NEC nýliði vikunnar í annað skiptið í vetur. Hann skoraði 12,5 stig; tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í leik í vikunni, auk þess að skjóta 53,8% utan af velli og 83,2% af vítalínunni. LIU náði fjórða sigurleik sínum í röð á þessum tíma og fóru upp í fjórða sætið í NEC riðlinum.
 
Martin er stigahæstur Svartþrastanna í vetur með 10,3 stig að meðaltali í leik. Þar að auki er hann með 3,8 fráköst og 3,6 stoðsendingar í leik.
 
Þetta er í fimmta skiptið sem leikmaður frá LIU er valinn nýliði ársins í NEC. Elvar Friðriksson er einn þeirra sem borið hafa þessa nafngift í vetur.
 
Fréttir
- Auglýsing -