Það er öllu jöfnu mikil eftirvænting eftir leikjum Duke og UNC í háskólaboltanum í bandaríkjunum. Þetta er í raun El Classico háskólaboltans ef svo má að orði komast. Í nótt þurfti framlengingu í háspennu leik milli liðanna til að knýja úrslit. Að lokum voru það Duke sem unnu 92:90 á heimavelli sínum í Durham. Eftir heljarinar dans á síðustu mínútu leiksins þurfti að framlengja í stöðunni 81:81. Eftir leik var Coach K að vonum sáttur með sigurinn “Það er erfitt fyrir viðureignir þessara liða að standa undir þeim væntingum sem gerðar eru til hans en ég held að þessi leikur í kvöld hafi farið fram úr öllum væntingum.” sagði Mike Krzyzewski þjálfari Duke eftir leikinn.
Hægt er að sjá glefsur úr leiknum á hlekknum hér.



