Einn leikur fer fram í 1. deild karla í kvöld en þar verða Blikar á svokölluðum síðasta séns þegar þeir heimsækja ÍA að Skipaskaga. Viðureign liðanna hefst kl. 19:15 en fyrir leik kvöldsins er Breiðablik í 6. sæti 1. deildar með 12 stig en ÍA í 4. sæti með 18 stig.
Liðin hafa þegar mæst tvisvar sinnum á tímabilinu og skiptu með sér tveimur leikjum bróðurlega. Sigur í kvöld ræður því endanlega stöðunni í innbyrðisviðrueignum liðanna en það má ýmislegt ganga upp hjá Blikum ætli þeir sér að ná inn í úrslitakeppni 1. deildar.
ÍA og Valur eru í 4.-5. sæti bæði með 18 stig en þar á eftir koma Blikar í 6. sæti með 12 stig. Fátt annað en sigur í öllum leikjum hér eftir getur heimilað Blikum að sofa rótt því ósigur á Skaganum í kvöld setur átta stig á milli ÍA og Blika og þá eru Kópavogsbúar farnir að leika sér að stærðfræði sem gengur illa upp en hún er á þá leið að lið eins og ÍA og Valur tapi rest leikja sinna svo Kópavogsmenn komist í úrsliatkeppnina.
Þá hafa Skagamenn keyrt hitann upp fyrir kvöldið með þessu pepp-myndbandi fyrir leikinn – eins hafa þeir skoðað hlutina og hvað geti gerst í framhaldinu í 1. deild karla
Staðan í 1. deild karla
| Deildarkeppni | |||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| Nr. | Lið | U/T | Stig | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. | Höttur | 15/3 | 30 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 2. | Hamar | 11/6 | 22 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 3. | FSu | 11/6 | 22 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 4. | ÍA | 9/6 | 18 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 5. | Valur | 9/7 | 18 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 6. | Breiðablik | 6/10 | 12 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 7. | KFÍ | 4/13 | 8 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 8. | Þór Ak. | 1/15 | 2 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||



