spot_img
HomeFréttirNBA: Hverjir fara hvert?

NBA: Hverjir fara hvert?

Leikmannaskiptaglugginn í NBA deildinni lokast í kvöld og mikið er búið að vera að gerast í þeim málum núna í dag. Við tökum saman það helst í þessari færslu og munum uppfæra reglulega með því nýjasta sem dettur inn.
 
Tayshaun Prince fer aftur heim til Detroit
 
Boston Celtics sömdu við Detroit Pistons um skipti á Tayshaun Prince sem fór til Detroit fyrir svíann Jonas Jerebko og bakvörðinn Gigi Datome.
 
Michael Carter-Williams fer til Milwaukee Bucks
 
Philadelphia 76ers sendu frá sér í dag nýliða ársins í fyrra Michael Carter-Williams til Milwaukee Bucks. Bucks senda Brandon Knight til Phoenix Suns. MCW, Miles Plumlee og Tyler Ennis fara til Milwaukee og Philadelphia 76ers fá valrétti.
 

 
JaVale McGee sendur til Philadelphia 76ers
 
Denver Nuggets sendu í dag JaVale McGee til Philadelphia 76ers í skiptum fyrir valrétti og réttinn að tyrkneska miðherjanum Cenk Akyol. Nuggets hafa í tveimum leikmanna skiptum losað pening fyrir rúmlega $11m á þessu ári og yfir $12m af samningi McGee fyrir næsta ár. Nuggets hafa einnig safnað upp um $18m í undanþágum vegna leikmannaskipta (e. traded player exception).
 

 
Isaiah Thomas sendur til Boston Celtics
 
Miklar hreyfingar hjá Phoenix Suns í dag.  Sendu frá sér bakvörðinn Isaiah Thomas til Boston Celtics í skiptum fyrir Marcus Thornton. Suns höfðu sent Thomas í burtu fyrr í dag í þeirri von um að hægt væri að halda Dragic áfram hjá liðinu, en hann gaf það í skyn að hann hefði engan áhuga á að deila leikstjórnendastöðunni með Eric Bledsoe. Celtics fá frábæran leikstjórnanda og Suns fína skyttu í Thornton, en hann er með 42% nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna.
 
 

 
Goran Dragic og bróðir hans eru á leið til Miami Heat
 
Phoenix Suns sendu frá sér Goran Dragic og bróðir hans Zoran Dragic til Miami Heat í skiptum fyrir Danny Granger, Norris Cole, Shawne Williams, Justin Hamilton og tvo valrétti. Suns sendu svo Shawne Williams áfram til New Orleans Pelicans í skiptum fyrir John Salmons. Pelicans munu að öllum líkindum leysa Williams undan samningi sem fyrst.
 
 
Andre Miller sendur til Sacramento Kings
 
Bakvörðurinn aldni Andre Miller hefur verið sendur til Sacramento Kings í skiptum fyrir leikstjórnandann Ramon Sessions. 
 

 
Pablo Prigioni og KJ McDaniels til Houston Rockets
 
New York Knicks sendu frá sér í dag bakvörðinn Pablo Prigioni til Houston Rockets í skiptum fyrir Alexey Shved og valrétti. Philadelphia 76ers sendu nýliðan KJ McDaniels einnig til Houston Rockets í skiptum fyrir Isaiah Canaan og valrétti.
 

 
Kevin Garnett fer aftur til Minnesota Timberwolves
 
Kevin Garnett afsalaði sér klausu í samningi sínum sem bannaði skipti til annars liðs og sendu Brooklyn Nets hann í kjölfarið til Minnesota Timberwolves í skiptum fyrir Thaddeus Young.
 

 
Reggie Jackson fer til Detroit Pistons í þriggja liða skiptum
 
OKC Thunder senda Reggie Jackson til Detroit Pistons og Kendrick Perkins til Utah Jazz í skiptum fyrir tyrkneska miðherjan Enes Kanter. Thunder fá einnig Kyle Singler og DJ Augustine frá Detroit. Cleveland Cavaliers, LA Clippers og Chicago Bulls eru þau lið sem hafa áhuga á að fá Kendrick Perkins í sínar raðir.
 

 
Arron Afflalo til Portland Trail Blazers
 
Denver Nuggets sendu í dag Arron Afflalo til Portland Trail Blazers í fimm leikmanna skiptum. Denver fá Thomas Robinson, Victor Claver og Will Barton en Afflalo og Alonzo Gee fara til Portland. 
 
Í skiptunum fá Blazers skilvirkan sóknarmann sem gæti hjálpað þeim í úrslitakeppninni í vor, en hann á sjálfur valrétt á einu ári í viðbót á samningi sínum sem hljóða upp á $7,5m. Denver spara sér samsvarandi pening eða um $7,5m fyrir komandi leiktíð en allir þrír leikmennirnir sem þeir fá eru með samninga sem liðið getur sagt upp í sumar.
 
Afflalo er þriðji skilvirkasti sóknarmaðurinn niðri á blokkinni og annar skilvirkasti komandi af hindrun (af leikmönnum með yfir 100 sóknir), samkvæmt Synergy Sports Tech.
 

 
Adrian Wojnarowski hjá Yahoo! Sports fór hamförum með að koma fyrstu með fréttirnar um öll helstu skiptin. 
 

Fréttir
- Auglýsing -