Jerome Kersey, sem lék lengst af með Portland Trail Blazers, er látinn. Hann lést í gær eftir að hafa fengið blóðsega úr kálfanum upp í lungun þar sem hann stíflaði aðalæðina að þeim. Kersey hafði verið í aðgerð á hné skömmu áður og var á leið heim þegar hann hneig niður.
Kersey var vinsæll leikmaður í Portland og spilaði megnið af ferlinum þar eða frá 1984 til 1995 þegar hann fór á flakk um deildina þar til hann lagði skóna á hilluna 2001. Kersey fór með Blazers í NBA úrslitin 1992 þar sem þeir mættu og töpuðu fyrir Michael Jordan og félögum í Chicago Bulls í 5 leikjum.
Damian Lillard, leikmaður Blazers vottaði Kersey virðingu sína með tísti á Twitter.
R.I.P Jerome kersey ,Spoke to him regularly about life and the ups and downs of a NBA season. Gone too soon, much love! Prayers 2 the family
— Damian Lillard (@Dame_Lillard) February 19, 2015
Kersey tók þátt í troðslukeppninni 1987 þar sem hann tapaði fyrir fyrrnefndum Michael Jordan.



