spot_img
HomeFréttirIngi Þór og Benedikt rýna í bikarleik karla

Ingi Þór og Benedikt rýna í bikarleik karla

 Þrátt fyrir að þeir fjórmenningar, Ingi Þór Steinþórsson, Benedikt Guðmundsson, Hrafn Kristjánsson og Finnur Freyr Stefánsson þjálfi allir sitthvort liðið í Dominosdeild karla þá koma þeir allir undan sama körfubolta “pungnum” ef svo má að orði komast.  Hrafn hefur það fram yfir Finn í þessari viðureign að hafa hampað bikarnum áður í höllinni (2011) en þeir Ingi Þór og Benni supu það súra seyði að tapa í bikarúrslitum hér um árið einmitt gegn Stjörnumönnum. 
 Við fengum þá Inga Þór og Benedikt sem verða sem áhorfendur (Benni reyndar sem lýsandi á RÚV)  um helgina til að rýna örlítið inní lið Stjörnunar og KR fyrir leik liðanna og einnig í þjálfara liðana sem þeir ættu jú að þekkja nokkuð vel. 
 
Benedikt: 
Ég held að þetta verði jafnari leikur en margir halda. Stjarnan er með gott lið sem getur unnið KR á góðum degi og það er einmitt dagsformið sem ræður oft úrslitum í bikarleikjum. Það þarf ekki nema “off” dag í skotum hjá lykilleikmönnum öðru hvoru megin og þá verður þetta allt miklu erfiðara. Bæði lið eru með flotta leikmannahópa sem geta spilað gæða bolta. Einnig eru topp menn í brúnni á sitthvorri hliðarlínunni sem eru að gera vel með sín lið. Báðir miklir körfuboltaheilar sem eru alltaf að reyna gera sín lið og íþróttina betri. Hrafn hefur unnið bæði bikar og Íslandsmeistaratitil og á meðan Finni vantar bikarinn. Það er stundum talað um Finn sem virkilega efnilegan þjálfara en fyrir mér er hann hættur að vera efnilegur og orðinn virkilega góður. Ég sé hann fyrir mér reyna skerpa á því sem hefur verið að ganga vel hjá KR í vetur á meðan ég sé Hrafn fyrir mér reyna koma með eitthvað nýtt til að koma KR-ingum á óvart. Það verður auðveldara fyrir Hrafn að stjórna spennustiginu hjá sínum mönnum þar sem þeir eru meiri “underdogs” ef svo má segja.
 
Svo er alltaf þessi óvissuþáttur sem snýr að hvaða leikmenn stíga upp á stóra sviðinu. Það fæðast alltaf einhverjar stjörnur í svona stórum leikjum. Hverjir koma með stóru körfurnar þegar allt er undir eða stóru “play-in”?. Eitt er víst að við fáum flottan leik með mörgum af bestu leikmönnum deildarinnar ásamt tveimur frábærum þjálfarateymum, en bæði Finnur og Hrafn eru vel studdir af aðstoðarþjálfurum sem eru þeim ómetanlegir í Kjartani Atla og Skúla Þórarins
 
Ingi Þór: 
 
Ég spái því að KR vinna karlamegin, gæðin í liðinu eru á svona stundu gulls ígildi og hungrið í bikarinn er til staðar hjá liðinu. Hvorugt liðið mun fara auðveldlega í gegnum leikinn og ég held að báðir leikirnir verði skemmtilegir áhorfs.  Hvað þjálfarana í karlaleiknum varðar þá fara vel yfir leik andstæðingana og svo er það spurning hvort þeir of geri það nokkuð. Hrafn hefur unnið þarna áður en Finnur er nýr í höllinni og á eftir að hampa þar bikar.   Þarna eru tveir færir þjálfarar á ferðinni sem gaman verður að fylgjast með. 
 
Fréttir
- Auglýsing -