spot_img
HomeFréttirStóri dagurinn runninn upp!

Stóri dagurinn runninn upp!

Þá er komið að því, sjálf Poweradebikarúrslitin fara fram í Laugardalshöll í dag. Í kvennaflokki mætast Grindavík og Keflavík kl. 13:30 en í karlaflokki mætast Stjarnan og KR kl. 16:00. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu hjá RÚV.
 
 
Öll fjögur liðin í bikarúrslitum dagsins hafa unnið titilinn áður. Karlalið KR er það lið sem oftast hefur orðið bikarmeistari í karlaflokki eða alls 10 sinnum og síðast árið 2011. Karlalið Stjörnunnar hefur í tvígang orðið bikarmeistari, síðast árið 2012. Stjarnan hefur aldrei tapað bikarúrslitaleik!
 
Keflavíkurkonur eru sigursælasta bikarlið íslenskrar körfuknattleikssögu og hafa orðið bikarmeistarar alls 13 sinnum og eygja því von á þeim fjórtánda í dag. Grindvíkingar hafa einu sinni orðið bikarmeistarar í kvennaflokki en það var árið 2008.
 
En það eru ekki eingöngu meistaraflokkarnir sem láta fyrir sér fara í Laugardalshöll þennan daginn því nú stendur einnig yfir bikarúrslitahelgi yngri flokka og hófst veislan í gær þar sem Keflavíkurkonur í 10. flokki urðu bikarmeistarar og Haukakonur í stúlknaflokki líka. Á eftir kl. 09:30 mætast Haukar og KR í bikarúrslitum í 10. flokki karla og svo kl. 19:00 að afloknum bikarúrslitaleikjum meistaraflokanna mætast Haukar og Tindastóll í drengjaflokki.
 
 
Öll dagskrá helgarinnar
 
FÖSTUDAGUR · 20. FEBRÚAR
18.30 10. flokkur kvenna KEFLAVÍK – ÁRMANN/HRUNAMENN
20.30 Stúlknaflokkur HAUKAR – KEFLAVÍK
 
LAUGARDAGUR · 21. FEBRÚAR
09.30 10. flokkur karla HAUKAR – KR
13.30 Mfl. kvenna GRINDAVÍK – KEFLAVÍK
16.00 Mfl. karla STJARNAN – KR
19.00 Drengjaflokkur HAUKAR – TINDASTÓLL
 
SUNNUDAGUR · 22. FEBRÚAR
10.00 9. flokkur karla HAUKAR – STJARNAN
12.00 9. flokkur kvenna GRINDAVÍK – KEFLAVÍK
14.00 11. flokkur karla KR – GRINDAVÍK/ÞÓR Þ.
16.00 Unglingafl. kvenna HAUKAR – KEFLAVÍK
18.00 Unglingafl. karla NJARÐVÍK – FSu
 
 
Fréttir
- Auglýsing -