spot_img
HomeFréttirBikarúrslit 2015: Stjarnan bikarmeistari!

Bikarúrslit 2015: Stjarnan bikarmeistari!

Hér að neðan fer bein textalýsing frá bikarúrslitaviðureign Stjörnunnar og KR í Powreadebikarkeppni karla. Leikurinn er einnig í beinni útsendingu á RÚV. 

4. leikhluti
 
– Það verður ekki ofsögum sagt að hinn magnaði leikstjórnandi Justin Shouse hafi átt sinn þátt í þessum, hvert stóra atvikið á fætur öðru sem hverfðist í kringum hann hér á lokaspretti leiksins.
 
– Lokatölur í Laugardalshöll 85-83 Stjörnuna í vil. KR fékk tvö skot í lokin sem vildu ekki niður… þvílíkur bikarúrslitaleikur!
 
– Já Stjarnan er bikarmeistari 2015!! 100% lið í Höllinni.
 
– KR grýtir boltanum frá sér! 25 sek eftir…
 
– 42 sek eftir og Atkinson á línunni…setur bæði og staðan 85-83…þvílík endurkoma hjá Garðbæingum! 
 
– Shouse getur jafnað leikinn, fyrra niður 82-83 – og það seinna fer einnig niður 83-83 og við erum með jafnan leik og 59sek eftir!!!
 
– 81-83 Dagur, með enn eina hraðaupphlaupskörfuna fyrir Stjörnuna…fókusinn hjá KR síðustu mínútur hefur verið að dvína…
 
– 77-83 Finnur Atli skorar laglega eftir góða sendingu frá Brynjari en Atkinson svarar strax 79-83 á hinum endanum.
 
– Eru vindar hraðaupphlaupanna að snúa sér? Fjögur hraðaupphlaupsstig í röð og Dagur Kár minnkar í 77-79 en KR skorar strax í næstu sókn og staðan 77-91.
 
– Staðan 75-79 Atkinson með troðslu og nú æsast leikar heldur betur!
 
– 3.55mín til leiksloka og Pavel fer af velli eftir hnjask, fær aðhlynningu en hann virðist hafa meitt sig í aftan verðu hægra læri. 
 
– 71-77 Shouse setur niður tvö erfið stig í teig KR – vel gert #harðfylgið
 
– Craion er góður en að halda að hann fái ekki villu við að eltast við Dag Kár er draumsýn, fjórða villan í hús á Craion sem fer á bekkinn í stöðunni 66-75 fyrir KR. 5.59mín eftir af leiknum. 
 
– 63-70 KR gerir fyrstu stig fjórða leikhluta úr hverju öðru en… jú, hraðaupphlaupi! Þetta er að verða Stjörnunni virkilega dýrt. 
 
 
– Fjórði leikhluti er hafinn. Staðan 63-68 fyrir KR.
 
 
3. leikhluti (63-68)
 
– Þriðja leikhluta er lokið! Staðan 63-68 fyrir KR og nú er sá fjórði og síðasti framundan.
 
– 63-68 Tómas Hilmarsson með þrist, stóri strákurinn svellkaldur fyrir utan hjá Stjörnunni, mikilvæg stig þarna á ferðinni og mínúta eftir af þriðja leikhluta.
 
– 60-63 Atkinson minnkar muninn niður í þrjú stig fyrir Stjörnuna en Brynjar Þór poppar þetta aftur upp í sex stig með þrist, 60-66. Stjarnan verður að halda betur út varnarlega ef þeir ætla að meitla sig gegnum KR ísinn.
 
– Tjakkurinn Helgi Magnússon glussafullur og skellir niður þrist og kemur KR í 54-63.
 
– Atkinson minnkar muninn í 54-60 og Finnur tekur leikhlé fyrir KR þegar 5.18mín eru eftir af þriðja leikhluta.
 
– 50-58 Atkinson með þrist fyrir Stjörnuna, Garðbæingar neita að láta stinga sig af en bláir verða að herða róðurinn í vörninni, fá allt of mikið af stigum í bakið á sér og eru í mörgum tilfellum óskipulagðir gegn hraðaupphlaupum KR-inga. 
 
– 47-55 Shouse með sterkan þrist fyrir Stjörnuna. Erfiður þessi en Justin fann netið og kominn með 11 stig í liði Stjörnunnar.
 
– Pavel Ermolinski opnar með þrist fyrir KR, 38-53 en Dagur Kár svaraði strax í sömu mynt fyrir Stjörnuna.
– Síðari hálfleikur er hafinn.


(Mynd/ Axel Finnur)

 
 
 
2. leikhluti
 
– 38-50 já viti menn – „Big-Game Brilli“ með þrist um leið og fyrri hálfleik lauk. Brynjar kominn með 16 stig og 3 stoðsendingar í liði KR en hjá Stjörnunni er Jeremy Atkinson með 13 stig.
 
– 36-47 Helgi Magg með þrist eftir sóknarfrákast hjá KR…þessi hlýtur að hafa sviðið alla leið út í Garðabæ.
 
– 36-44 Brynjar Þór með laglegan snúning og skilur Justin Shouse eftir á hælunum, fer endalínuna og gerir sín þrettándu stig í leiknum, mögnuð tilþrif – 1.12mín eftir af fyrri hálfleik.
 
– 35-42 Darri Hilmarsson með þrist fyrir KR! 2.42mín eftir af fyrri hálfleik.
 
– 35-39 Dagur Kár fer af velli, fékk slæma byltu og högg á höfuðið og villu dæmda á sig í næstu vörn og eitthvað pirraður þessa stundina, Dagur kominn með 6 stig og 1 frákast í liði Stjörnunnar. 
 
– 35-35 og 3.47mín eftir af öðrum leikhluta. Brynjar Þór skeinuhættur, kominn með 11 stig í liði KR. 
 
– 31-29 Atkonson skorar á blokkinni af miklu harðfylgi fyrir Stjörnuna og er kominn með 10 stig, hér er allt stál í stál og ekki útséð um þessar mundir að nokkur ætli að fara stinga neitt af. 
 
– 28-27 og 7.31mín eftir af öðrum leikhluta. 
 
– 27-23 Stjörnumenn byrja þetta á 5-0 áhlaupi í öðrum leikhluta.
 
– Annar leikhluti er hafinn…
 
 
1. leikhluti 22-23
 
– Fyrsta leikhluta lokið og KR leiðir 22-23. Við eigum von á varnarræðum núna hjá þjálfurunum og fróðlegt að sjá hvort liðið takið það betur inn.
Atkinson með 8 stig og 4 fráköst hjá Stjörnunni eftir fyrsta en hjá KR er Brynjar Þór kominn með 9 stig.
 
– KR er að fá haug af stigum upp úr „transition“ og Stjarnan verður að pikka þetta betur upp, staðan 22-21 fyrir Stjörnuna en KR hefur ekki haft neitt ægilega mikið fyrir stigunum sínum til þessa.
 
– 16-13 og Stjarnan með 7-0 skvettu og Finnur Freyr tekur leikhlé fyrir KR-inga þegar 3.06mín eru eftir af fyrsta leikhluta.
 
– 14-13 Marvin Valdimarsson mætir með þrist fyrir Garðbæinga…ef við gerum upp stúkuna, tja þá er Stjarnan einfaldlega búin að vinna sigur þar! @silfurskeidin
 
– 9-13 og Atkinson kominn með 6 af fyrstu 9 stigum Stjörnunnar í leiknum. 11-13 og Atkinson með 8 af fyrstu 11 stigum liðsins.
 
– 7-12 Brynjar með stökkskot og kemur KR yfir með fimm stigum og Stjörnumenn taka leikhlé þegar 6.19mín eru eftir af fyrsta leikhluta.
 
– 7-10 og Craion með 7 af fyrstu 10 stigum KR í leiknum – við vissum það öll að Stjarnan myndi verða í vandræðum með kappann!
 
– 7-8 og KR með fimm hraðaupphlaupsstig í röð, fyrst þristur frá Brynjari og svo Craion fyrstur fram og afgreiðir snyrtilega ofan í körfuna. Þetta fer fjörlega af stað.
 
– 2-0 Atkinson skorar fyrstu stig Garðbæinga en Michael Craion 2-2 er fyrstur á blað hjá Vesturbæingum.
 
– Leikur hafinn! 
 
Byrjunarlið KR: Pavel Ermolinskij, Brynjar Þór Björnsson, Darri Hilmarsson, Helgi Magnússon og Michael Craion.
Byrjunarlið Stjörnunnar: Justin Shouse, Dagur Kár Jónsson, Jeremy Atkinson, Marvin Valdimarsson og Ágúst Angantýsson. 
 
Flestir bikarmeistaratitlar karla 1970-2014:
10 KR (1970, 71, 72, 73, 74, 77, 79, 84, 91, 2011)
8 Njarðvík (1987, 88, 89, 90, 92, 99, 2002, 05)
6 Keflavík (1993, 94, 97, 2003, 04, 12)
5 Grindavík (1995, 98, 2000, 06, 14)
3 Valur (1980, 81, 83)
3 Haukar (1985, 86, 96)
2 Ármann (1975, 76)
2 ÍR (2001, 07)
2 Snæfell (2008, 2010)
2 Stjarnan (2009; 2012)
1 ÍS (1978)
1 Fram (1982)
 
 
– Dómarar leiksins eru Leifur Garðarsson, Kristinn Óskarsson og Jón Guðmundsson.
 
– Verið er að kynna liðin til leiks. 
Fréttir
- Auglýsing -